miðvikudagur, 9. september 2009
Kryddmiklar kjúklingabollur
600 g kjúklingahakk eða úrbeinuð kjúklingalæri
2 egg
rífleg handfylli af fersku kóríander
6-10 hvítlauksgeirar
2-3 chili-aldin, fræhreinsuð
salt og pipar eftir smekk
Setjið allt nema kjúkling og egg í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið kjúklingnum og eggjunum saman við og látið vélina ganga þar til blandan er orðin lík kjötfarsi.
Hitið ríflega af olíu á pönnu, búið til litlar bollur úr kjúklingablöndunni og steikið á öllum hliðum. Einnig má brúna bollurnar og hita síðan áfram í ofni.
Þessi réttur er frábær með steiktu graskeri og rauðlauk ásamt Baba Ganoush (sjá uppskrift hér fyrir neðan).
miðvikudagur, 28. maí 2008
Hveitikímspítsa
Hveitikíms-pítsa
30 g hveitikím
1/2 msk. ítalskar kryddjurtir
1/2 dl vatn (meira ef þarf)
1 msk. olía, bragðlítil t.d. Ísío4
Bakið í 15-20 mínútur eða þar til botninn virðist laus við nær allan raka.
Álegg:
grænmeti að eigin vali, t.d. paprika, laukur og sveppir
olía til steikingar
tómatmauk
1-2 msk. vatn
krydd, eftir smekk
álegg að eigin vali, t.d. pepperoni og skinka
ostur, rifinn
2 msk. olía
2 hvítlauksgeirar
Maldon-salt
Vegna þess að hveitikím bakast hægt þarf að forbaka (í raun þurrka) botninn og best er að gera frekar nokkra litla botna en að gera stóran botn fyrir alla fjölskylduna því kímið er laust í sér og bakast illa inn að miðju ef botninn er stór. Forbakaðir botnar geymast vel í frysti.
Kínverskur
Hér er kvöldmatur gærkvöldsins sem var tilraun en heppnaðist svo rosalega vel að hann verður að fá að fara niður á blað. Það má að sjálfsögðu nota hvaða kjöt sem er og nautakjöt eða kjúklingur myndi passa vel hér líka en í gær var það svínakjöt því ég er að spara og það var á tilboði.
Wok-grænmeti með sesamfræjum og svínakjöti
1/4 hvítkálshöfuð
1 blaðlaukur
1 rauðlaukur
2 paprikur
6 msk. olía
4-5 msk. sesamolía
5-6 msk. sesamfræ
4 msk. engiferrót, söxuð
3 chili-aldin, söxuð
4 msk. tamarind-sósa
3 msk. xylitol
600 g svínakjöt, skorið í bita eða strimla
Sneiðið allt grænmeti niður í granna, langa strimla. Hitið 3-4 msk. af olíu og 2-3 msk. af sesamolíu í djúpri pönnu eða wok-pönnu, bætið 3 msk. af sesamfræjum, 2 msk. af engiferrót og helmingnum af chili á pönnuna og steikið síðan grænmetið. Hellið 2-3 msk. af tamarind-sósu yfir og stráið 1 1/2 msk. af xylitoli ofan á. Hrærið vel í og steikið í u.þ.b. 10-15 mín.
Hitið afganginn af olíunum á annarri pönnu, bætið sesamfræjum, engiferrót og chili saman við og steikið svínakjöt í blöndunni. Hellið restinni af tamarind-sósunni yfir ásamt xylitolinu og steikið þar til kjötið er fullsteikt. Setjið saman á disk eftir smekk og hentisemi og dreypið t.d. sesamolíu yfir.
þriðjudagur, 15. janúar 2008
Pastasósa mínus pasta
Pastasósa mínus pasta
3 msk. olía
4 hvítlauksgeirar, marðir
2 laukar, saxaðir
1-2 paprikur, saxaðar
1 chili-aldin, saxað, má sleppa
10 sveppir, sneiddir, má sleppa
4-5 tómatar, skornir í bita
1 1/2 msk. Italian seasoning frá McCormick
salt og pipar
2 tsk. fenníkufræ
1-2 msk. majónes
niðurskorinn kjúklingur eða svínakjöt eftir smekk
Setjið olíu og hvítlauk í rúmgóðan pott og hitið en ekki láta hvítlaukinn steikjast. Setjið lauk saman við og glattið svolitla stund, ekki brúna. Setjið papriku og chili-aldin saman við og steikið áfram. Látið sveppi að lokum út í og steikið stutta stund. Setjið tómata saman við og hrærið vel, kryddið með með Italian seasoning, salti, pipar og fenníkufræjum og hitið í u.þ.b. 5 mínútur. Ef ykkur finnst sósan of vökvamikil getur verið gott að láta hana malla svolítið áfram og leyfa vökvanum að gufa upp. Setjið kjúkling eða svínakjöt í skál, ausið sósunni yfir og hærið majónes út í. Berið fram með fersku salati.
miðvikudagur, 5. desember 2007
Nautahakk með fetaosti og blómkálsmús
Nautahakk með fetaosti
2/3 krukka af fetaosti (eða meira eftir smekk)
500 g nautahakk
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1-2 msk. Italian Seasoning frá McCormick (eða rósmarín, tímían og oregano)
salt og svartur pipar
Hellið olíu af fetaosti á pönnu og steikið hakk á háum hita þar til það er nánast allt orðið brúnað. Kryddið með hvítlauk, kryddjurtum og salti og pipar á meðan kjötið er að steikjast. Setjið fetaost út í hakkið og hrærið í því. Hægt er að stjórna því hversu mikið osturinn bráðnar, hann getur orðið að sósu sem umlykur allt kjötið eða í bitum í kjötinu, þetta veltur á því hversu snemma osturinn er settur saman við hakkið.
Blómkálsmús
1 blómkálshaus
1/3 sellerírótarhaus
10 dropar Hermesetas-sætuvökvi
salt og pipar
múskat (má sleppa)
2-3 msk. smjör
Takið blómkálshaus í sundur og skerið í hæfilega stóra bita, skerið sellerírót í smáa bita og setjið ásamt blómkáli í pott með sjóðandi vatni. Sjóðið í u.þ.b. 10 mín. eða þar til blómkálið verður meyrt, gætð þess að mauksjóða það ekki. Sigtið vatnið frá blómkálinu og sellerírótinni og maukið bitana í matvinnsluvél. Setjið sætuefni og krydd saman við og hrærið svolítið áfram þar til engir stórir bitar eru eftir í maukinu. Setjið smjör í pottinn, hellið blómkálsmaukinu saman við steikið það í smjörinu stutta stund, hrærið vel í á meðan og alls ekki láta blómkálsmaukið brúnast.
Berið hakkið og fetaostinn fram með blómkálsmauki, fersku, blönduðu salati og salatdressingu.
mánudagur, 12. nóvember 2007
Hið alræmda beikonsalat
Þetta beikonsalat er búið að vera á matseðlinum hjá mér nánast upp á hvern einasta dag (stundum meira að segja tvisvar á dag) í heilt ár og ekki að ástæðulausu.
Beikonsalat
1 kjúklingalæri
Eðal-kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
1 pk. beikon (því þyngri því betra)
Hitið ofninn í 200°C. Kryddið kjúklingalæri með kjúklingakryddi (eða öðru kryddi að eigin vali) og eldið í u.þ.b. 45 mín. Steikið beikon á pönnu eða á álpappír í ofni. Skerið kjúkling og beikon í litla bita eða teninga.
Sætar gulrætur:
150 - 200 g gulrætur, skornar í sneiðar
2 msk. bragðlítil olía, t.d. ísíó4
1-1 1/2 msk. Hermesetas sætudropar
Sjóðið gulrætur 5 mínútur, hellið vatninu af og setjið pottinn aftur á heita helluna. Hellið olíu yfir gulræturnar ásamt sætudropum og steikið í u.þ.b. 10 mínútur.
Salat:
icebergsalat
gúrka
tómatar
paprika
rauðlaukur
1 msk. Helmans-majónes
Skerið helling af grænmeti niður eftir smekk og hentisemi. Setjið kjúkling, beikon, steiktar gulrætur og majónes saman við og hrærið vel saman.
Ástæðan fyrir því að þetta salat er svo oft í matinn hjá mér er sú að það er svo auðvelt að hafa það með sér í nesti. Vegna þess að ég hef góða aðstöðu í vinnunni set ég kjúklinginn, beikonið og gulræturnar í sér box og hita upp áður en ég blanda því saman við salatið og majónesið. Til að flýta enn frekar fyrir elda ég yfirleitt heilan pakka af kjúklingalærum í einu og á í kæli til að grípa í á hverju kvöldi, það sama gildir um gulræturnar. Það er rosalega gott að setja eplabita út í þetta salat og "spari" sleppi ég kjúklingnum og hef tvöfaldan skammt af beikoni.
Einu kjúklingabringurnar sem ég borða eru frá Móa því aðrar kjúklingabringur innihalda yfirleitt sykur. Það sama gildir um kjúklingalæri því núna fyrir stuttu bætti Holtakjúklingur sykri í innihaldslýsinguna á kjúklingalærunum sínum.
fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Steiktur þorskur og sultaður laukur
Þegar ég var hálfnuð með eldamennskuna fékk ég þá flugu í höfuðið að sultaður rauðlaukur gæti passað vel með þessu og viti menn - það reyndist rétt a.m.k. hvað mína bragðlauka varðar.
Steiktur þorskur
2 egg
2 dl sojahveiti
krydd, t.d. sítrónupipar, kóríander og hvítlaukssalt
1 1/2 stórt þorskflak
olía til steikingar
sítrónusafi, má sleppa
Brjótið egg í djúpan disk og hrærið vel með gaffli. Setjið sojahveiti í annan djúpan disk og blandið kryddi vel saman við. Skerið þorskflak í hæfilega stóra bita og veltið fyrst upp úr eggjahræru og síðan upp úr sojahveiti. Hitið olíu á pönnu og steikið þorskbitana, kreystið sítrónusafa yfir fiskinn rétt áður en hann er fullsteiktur. Berið fram með soðnum rófum, sultuðum lauk og setjið smjörklípu og salt ofan á. Mæli líka með mjólkurglasi með þessu öllu saman.
Sultaður laukur - grunnuppskrift
3 rauðlaukar, gróft saxaðir
3-4 msk. olía, til steikingar
1/2 - 2/3 dl balsamedik
1/2 dl vatn
2-3 msk. Hermesetas-sætudropar, einnig má nota Canderel-strásætu)
2 tsk. engifer, eða 1 cm söxuð engiferrót
sítrónusafi, má sleppa
Steikið lauk í olíu í potti þar til hann verður glær, ekki brúna. Hellið balsamediki yfir laukinn og bætið svolitlu vatni saman við. Setjið sætudropa út í og hrærið vel í. Bætið engifer og sítrónusafa saman við, lækkið hitann og leyfið lauknum að malla í 10-15 mín. Hrærið reglulega í pottinum. Til að byrja með er svolítill vökvi á lauknum sem gufar síðan upp og eftir situr dökkur og karamellaður laukur. Þessa uppskrift er gott að stækka, t.d. fyrir jólin, því laukurinn geymist vel í lokuðu íláti í kæli.
Þessi uppskrift varð til eftir að villibráðarbæklingur Nóatúns datt inn um lúgun hjá mér fyrir jólin 2006. Þar var sultaður laukur sem var örugglega ekkert líkur þessum og í uppskriftinni var örugglega 1/2 kg af sykri. En það var nafnið sjálft sem kveikti hugmyndina og ég linnti ekki látum fyrr en þetta dásamlega meðlæti hafði litið dagsins ljós. Sultaður laukur passar rosalega vel með villibráð (lamb meðtalið) og nautakjöti og með slíkum máltíðum er ekki verra að hafa smjörsteikta sveppi við hliðina á honum. Það var bara núna í kvöld sem ég áttaði mig á því hvað hann passar vel með steikta þorskinum, breytti allri máltíðinni hreinlega í hið mesta sælgæti.