miðvikudagur, 9. september 2009

Kryddmiklar kjúklingabollur

Fékk hugmyndina af þessum frá facebook-hóp sem ég er í og skáldaði svo alls konar krydd saman við hana.

600 g kjúklingahakk eða úrbeinuð kjúklingalæri
2 egg
rífleg handfylli af fersku kóríander
6-10 hvítlauksgeirar
2-3 chili-aldin, fræhreinsuð
salt og pipar eftir smekk


Setjið allt nema kjúkling og egg í matvinnsluvél og maukið vel. Bætið kjúklingnum og eggjunum saman við og látið vélina ganga þar til blandan er orðin lík kjötfarsi.
Hitið ríflega af olíu á pönnu, búið til litlar bollur úr kjúklingablöndunni og steikið á öllum hliðum. Einnig má brúna bollurnar og hita síðan áfram í ofni.
Þessi réttur er frábær með steiktu graskeri og rauðlauk ásamt Baba Ganoush (sjá uppskrift hér fyrir neðan).

Engin ummæli: