þriðjudagur, 15. janúar 2008

Pastasósa mínus pasta

Upprunalega á þessi sósa að vera með pasta og auk þess með slatta af rjómaosti en með lítilsháttar breytingum er hún fullkomin með kjúkling eða svínakjöti og jafnvel gæti verið gott að setja í hana mygluosta. Þegar ég elda þessa á ég yfirleitt kaldan kjúkling í ísskápnum og þar sem sósan er svo heit helli ég henni bara beint yfir kalt kjötið.

Pastasósa mínus pasta

3 msk. olía
4 hvítlauksgeirar, marðir
2 laukar, saxaðir
1-2 paprikur, saxaðar
1 chili-aldin, saxað, má sleppa
10 sveppir, sneiddir, má sleppa
4-5 tómatar, skornir í bita
1 1/2 msk. Italian seasoning frá McCormick
salt og pipar
2 tsk. fenníkufræ
1-2 msk. majónes

niðurskorinn kjúklingur eða svínakjöt eftir smekk

Setjið olíu og hvítlauk í rúmgóðan pott og hitið en ekki láta hvítlaukinn steikjast. Setjið lauk saman við og glattið svolitla stund, ekki brúna. Setjið papriku og chili-aldin saman við og steikið áfram. Látið sveppi að lokum út í og steikið stutta stund. Setjið tómata saman við og hrærið vel, kryddið með með Italian seasoning, salti, pipar og fenníkufræjum og hitið í u.þ.b. 5 mínútur. Ef ykkur finnst sósan of vökvamikil getur verið gott að láta hana malla svolítið áfram og leyfa vökvanum að gufa upp. Setjið kjúkling eða svínakjöt í skál, ausið sósunni yfir og hærið majónes út í. Berið fram með fersku salati.

Engin ummæli: