Sýnir færslur með efnisorðinu fita. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu fita. Sýna allar færslur

föstudagur, 30. nóvember 2007

Salatdressing/kryddlögur

Þetta er salatdressingin sem gerði mér kleift að borða allt grænmetið sem maður þarf á að halda þegar maður hendir kolvetnunum út. Þessi blanda er líka mjög sniðug sem kryddlögur á lambakjöt og grænmeti sem á að elda. Það er mjög þægilegt að búa til stóran skammt í einu því dressingin geymist mjög vel í lokuðu íláti í kæliskáp.

Salatdressing


2/3 dl Dijon-sinnep
1/2 msk. svartur pipar
1 msk. Italian seasoning-kryddblanda (eða tímían, óreganó og rósmarín)
1-1 1/2 msk. balsamedik
1/2 msk. tamarind-sósa, má sleppa
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
2-3 tsk. sítrónusafi, má sleppa
1/2 msk. Hermesetast-sætudropar
1 dl olía

Setjið allt saman í skál og hrærið vel með gaffli þar til allt er vel samlagað og olía og sinnep hætt að skiljast að. Þegar búin er til stór uppskrift má setja allt nema olíu í matvinnsluvél, þeyta saman og hella síðan olíunni saman við á meðan vélin gengur.
Það er hægt að nota Xylitol eða canderel í staðinn fyrir sætudropana en þá þarf svolítið meira magn.

Þessi dressing flokkast undir fitu eftir að hún er blönduð en hægt er að mæla olíuna á undan og blanda síðan öllu kryddinu og sinnepinu saman við.