miðvikudagur, 9. september 2009

Jógúrtsósa

Þessi sósa er bragðmikil og kælandi á sama tíma. Frábær með vel krydduðum mat og alveg örugglega góð með grillmatnum.

1 1/2 dl grísk jógúrt
2 msk. hvítvínsedik
3-4 hvítlauksgeirargeirar, smátt saxaðir
1-2 msk. steinselja, smátt söxuð
1 msk. ferskt kóríander, smátt saxað (má sleppa)
1 msk. graslaukur, smátt saxaður
salt og pipar
5 dropar Hermesetas sætuvökvi, eða 1/2 tsk. gerfistrásæta

Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli í 2-3 klst. áður en bera á sósuna fram.

Engin ummæli: