miðvikudagur, 28. maí 2008

Hveitikímskex

Hveitikímskex

15 g hveitikím
1/8 tsk. matarsódi (má sleppa)
1 msk. sykurlaust síróp frá DaVinci Gourmet, bragð eftir smekk (fæst í verslunum Kaffitárs)
1-1 1/2 msk. vatn
3 msk. olía til steikingar, bragðlítil

Blandið hveitikími, sírópi og vatni saman þannig að úr verði deig, álíka þykkt og miðlungsþykkur hafragrautur. Hellið olíu á góða, slétta, viðloðunarfría pönnu og dreifið úr hveitikímsblöndunni á pönnuna með skeið þannig að úr verði þunn, hringlaga kaka, gott er að hafa kökuna aðeins þykkari við jaðrana þar sem hún steikist mest. Stillið á meðalhita og steikið kökuna í u.þ.b. 7-10 mínútur á hvorri hlið. Óhætt er að snúa henni oftar en einu sinni til þess að tryggja að hún steikist jafnt. Kælið aðeins og berið fram með smjöri. Einnig má hafa kökuna ósæta og setja kryddjurtir í stað síróps en þá þarf að setja meira vatn í uppskriftina.

Engin ummæli: