Nokkrar einfaldar línur sem þarf að hafa í huga þegar talað er um kolvetnislaust mataræði (eins og ég skil það):
* Hveiti er hveiti - spelt er líka hveiti, heilhveiti er líka hveiti og hveitiklíð er líka hveiti, rúgmjöl er meira að segja hveiti - og hveiti er ákaflega kolvetnaríkt.
* Pasta er nær undantekningalaust búið til úr hveiti - líka speltpasta og heilhveitipasta.
* Sykur er sykur - líkt og með hveiti þá er hrásykur, hlynsíróp, ávaxtasykur, púðursykur og agave-síróp, líka sykur - og sykur er gríðarlega kolvetnaríkur.
* Hrísgrjón eru kolvetnarík - hvernig sem þau eru á litinn og líka þegar þau eru með hýðinu á.
* Kartöflur eru kolvetnaríkar og fullar af sterkju - líka sætar kartöflur og kartöflumjöl.
* Kornsíróp (corn-syrup), maíssterkja (mais starch), mjólkursykur (lactose) og dexstrose eru tegundir sykurs.
* Bananar, vatnsmelónur, vínber og perur eru dæmi um kolvetnaríka ávexti.
* Áfengi er kolvetnaríkt - ekki bara bjór heldur líka rauðvín, hvítvín, vodka, gin og léttbjór. Reyndar minnir mig að alkóhól sé ein tegund sykurs en ætla ekki að selja þær upplýsingar neitt sérlega dýrum dómum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli